Syðri-reykir , 806 Selfoss
48.000.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
96 m2
48.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1980
Brunabótamat
21.350.000
Fasteignamat
18.150.000

Gimli fasteignasala s- 570-4800 kynnir í einkasölu fallegt heilsárshús á einstökum stað við Syðri-Reyki í Bláskógabyggð. 
Húsið var allt endurbyggt 2018 og er í dag er ca. 96 fm og ris/efri hæð  ca. 20 fm. Áfast við bústaðinn er ca 9 fm hús/kofi með frambyggðu þaki og er þar útisturta og vaskur.
Húsið er á steyptum grunni með hita í gólfum.
Á lóðinni er til viðbótar 25 fm heilsárshús á steyptri plötu sem notað er sem hobbyhús eða vinnuhús
Skemma ca 16 fm bárujárnsklædd og 10 fm skúr fyrir garðverkfærin.
Lóðin er að miklu leiti sléttað tún. Mikill trjágróðurer á lóðinni og um leilur hana alla. Sláttutraktor fylgir með.
Bíkastæði með möl.
Hitaveita er í húsinu og ljósleiðari.
Hitakostnaður á ári er ca. kr. 45.000. Sláttutraktor fylgir með.

NÁNARI LÝSING:
Forstofa.
Rúmgóð og björt stofa og borðstofa með mikilli lofthæð.
Eldhús með nýlegri innréttingu.
Stofur og eldhús mynda skemmtilegt og bjart rými.
Hjónaherbergi með skáp.
Barnaherbergi ágætlega rúmgott.
Flísalagt baðherbergi með sturtu og innréttingu, gluggi á baði.
Úr stofu er góður stigi upp í ca 20 fm efri hæð og er þar gott en opið herbergi og snyrting. Gluggi þar.
Innbyggð lýsing.
Góður sólpallur er við húsið, að hluta til endurnýjaður og heitur pottur.
Húsið er staðsett á frábærum stað rétt við Brúarána á sérstaklega skjólsælum stað.
Þarna ríkir kyrrð og friður fjarri umferðarnið þjóðvegarins.
Staðsetning sem kemur á óvart.
Stutt í Reykholt, Laugarás Geysi og aðra fallega staði á Suðurlandinu.

Niðurstaða:
Einstakega vel staðsett eign sem gefur mikla möguleika.


Nánari upplýsingar veitir Bárður H Tryggvason sölustjóri, í síma  896-5221, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.