Bleikjulækur 13, 800 Selfoss
102.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
5 herb.
202 m2
102.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2021
Brunabótamat
101.600.000
Fasteignamat
94.300.000

Gimli fasteignasala kynnir: Glæsilegt, vandað og vel skipulagt 202,6fm parhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, fjögur rúmgóð svefnherbergi, tvö fullbúin baðherbergi, sjónvarpshol, 48fm alrými með hágæða eldhúsi, borðstofu og stofu, gólfsíðir gluggar með fjallaútsýni, útgengt út á stóra steypta verönd. þvottaherbergi með góðri innréttingu og beinu aðgengi að bílskúr. Húsið er timburhús klætt með lituðu járni og við. Þakið er valmaþak klætt lituðu járni. Gluggar og hurðir eru úr áli og tré. 

Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse, löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 792-7576 eða með tölvupósti, [email protected]

 
Nánari lýsing eignar: 
Gengið er inn í rúmgóða forstofu með góðum skápum og harðparketi á gólfi. Gangur með þremur svefnherbergjum á báða vegu, ásamt rúmgóðu sjónvarpsholi með hljóðdempandi panel. Baðherbergi á vinstri og þvottaherbergi á hægri hönd. Gengið er inn í opið rými með bjartri stofu og eldhúsi með eyju. Gólfsíðir gluggar eru í rýminu og útgengi á steypta verönd. Innangengt er í svefnherbergi úr opna rýminu ásamt öðru baðherbergi.
Á lóð er 12 fm geymsluskúr á steyptri plötu. Lóðin er með steyptri verönd ásamt grasfleti og skjólvegg. Suðvestanmegin við húsið er gert ráð fyrir stórum sólpalli. Búið er að efnisskipta og þjappa jarðveg auk þess sem hólkar fyrir undirstöður eru til staðar.   
 
Mikið hefur verið lagt upp úr efnisvali í húsinu. Eldhúsinnrétting frá HTH, granítborðplötur frá Granítsteinum og hágæða blöndunartæki í eldhúsi og baðherbergjum. Vandað hefur verið til ljósahönnunar með beinni LED-lýsingu og innfelldri lýsingu í alrými og öllum herbergjum ásamt tengjum fyrir innbyggða hátalara. Myndadyrasími með mögulegri tengingu við snjalltæki ásamt [email protected] hússtjórnarkerfi þar sem gert er ráð fyrir rafdrifnum gardínum í stofu og hjónaherbergi. 

Fasteignamat 2023 er kr. 94.300.000
 
Eldhús: Innrétting frá HTH með sérsmíðuðum tækjaskáp með innrennanlegum hurðum. Innbyggð tæki frá Dekkor og granítborðplötur. Stór eyja með góðu vinnuplássi og helluborði, klædd graníti.
Stofa/borðstofa: Stór og björt borðstofa og stofa með gólfsíðum gluggum og útgengi á steypta verönd. 
Inngangur: Gengið er inn á forstofu/gang með harðparketi. Gott skápapláss með innbyggðum bekk. 
Herbergi I: Harðparket á gólfum. Fataherbergi með góðum innréttingum. Gólfsíðir gluggar. 17,8fm.
Herbergi II: Harðparket á gólfum. Gólfsíðir gluggar. Fataskápur. 11,6fm
Herbergi III: Harðparket á gólfum. Fataskápur. 9fm.
Herbergi IIII: Harðparket á gólfum. 10,9fm
Sjónvarpshol: Harðparket á gólfum. Veggur klæddur með hljóðdempandi panel frá Birgison sem veitir góða hljóðvist í rýminu. Tengi fyrir hljóðkerfi.
Baðherbergi I: Flísalagt í hólf og gólf með flísum frá Álfaborg. Frístandandi steypt baðkar og upphengt salerni. Innrétting með góðum skúffum og frístandandi handlaug. Rúmgóður veggskápur.
Baðherbergi II: Flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni. Innrétting með frístandandi handlaug. Opin, innangeng sturta með Grohe blöndunartækjum. Útgengt á steypta verönd.
Þvottaherbergi: Flísalagt með góðum innréttingum og vaski. Hækkun í innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. 
Bílskúr: 39,9 fm bílskúr með 21 fm óskráðu geymslulofti með tæplega 2 metra lofthæð undir mæni og goðri innréttingu. Kerfisloftslýsing í bílskúr.

Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse, löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 792-7576 eða með tölvupósti, [email protected]

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.