Gimli fasteignasala s-270-4800 kynnir í einkasölu fallegur og vel staðsett sumarhús á besta stað á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Einstök náttúrufegurð einkennir umhverfið í kringum Arnarstapann.
NÁNARI LÝSING:
Húsið er skráð 40.6 fm og til viðbótar er lítið gestahús sem er til viðbótar ca. 10 fm. Samtals um ca. 50.6 fm stærðin á gestahúsinu og aðalhúsinu.
Húsið er byggt 1998 og í því er rafmagnskynding.
Húsið skiptist í stofu, eldhús og borðstofu sem mynda eina bjarta og skemmtilega heild.
Svefnherbergin eru tvö og yfir hluta hússins er svefnloft.
Baðherbergið er mjög snytilegt með sturtuklefa.
Viðargólf.
Gestahúsið er bara eitt rúmgott herbergi.
Góðir sólpallar eru við húsið.
Glæsilegt útsýni.
Góð grasflöt til þess að leika sér og spila fótbolta og fara í leiki.
Húsið er á 2.600 fm leigulóð.
Á Arnarstapa er hótel með góðum matsölustað.
Hægt er að ganga fallegan stíg út á Hellnar þar sem rekið er rómað lítið kaffihús frá vori fram á haust.
Frábært tækifæri á því að eignast hagkvæmt og fallegt hús á einstökum stað á Snæfellsnesi.
Höfnin á Arnarstapa er einstaklega falleg.Nánari upplýsingar veitir Bárður H Tryggvason sölustjóri, í síma 896-5221, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust.
Gimli, gerir betur...Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.