Efstaleiti 17, 103 Reykjavík (Kringlan/Hvassal)
78.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
96 m2
78.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2020
Brunabótamat
57.570.000
Fasteignamat
68.550.000

"Íbúðin er seld með fyrirvara um fjármögnun"
Gimli
fasteignasala kynnir: Falleg og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð, á þriðju hæð, með vestur svölum, ásamt stæði í bílakjallara, Íbúðin er í nýlegu lyftuhúsi, byggt 2020, í vel skipulögðu hverfi á RÚV reitnum. Íbúðin er 96,3 fm að meðtalinni 11,3 fm geymslu í kjallara. Íbúðin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, stofu og borðstofu, eldhús og baðherbergi, en þar er tengi fyrir þvottavél og hilla fyrir þurrkara. Í kjallara er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla ásamt sér bílastæði í bílakjallara.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252, eða með tölvupósti til [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Forstofa; Rúmgóð með stórum hvítum fataskáp, teppi á gólfi.
Eldhús; Falleg hvít innrétting, parket á gólfi og innst er eldhúskrókur við stóran glugga.
Borðstofa/stofa; Rúmgóð með stórum gluggum, gengt út á svalir og úr stofu er einnig  gengið inn í eldhús og bæði svefnherbergin. 
Hjónaherbergi; Stór hvítur fataskápur, parket á gólfi.
Svefnherbergi; Fallegur horngluggi, parket á gólfi. 
Baðherbergi; Flísar á veggjum og gólfi, handklæðaofn, "walk in" sturta, vegghengt salerni, góð innrétting, tengi fyrir þvottavél og hilla fyrir þurrkara.
Svalir; Gengið út á þær úr stofu, þær snúa í vestur og eru 8,2 fm.
Bílastæði í bílakjallara; Fylgir íbúð og er merkt B75. Keyrt er inn í kjallarann frá Lágaleiti. Auðvelt að setja upp bílarafhleðslustöð við stæðið.
Hjóla og vagnageymsla; Er í sameign í kjallara.
Djúpgámar fyrir heimilissorp; Eru staðsettir fyrir utan aðalinngang.
Á gólfum íbúðarinnar er vandað harðparket, nema á baðherbergi eru flísar og teppi í forstofu. Bílarafhleðslustöðvar fyrir utan húsið og auðvelt að setja upp hleðslustöð við bílastæði í kjallara.
Lóðin er leigulóð og er sameiginlega fyrir Efstaleiti 11, 13, 15 og 17, Lágaleiti 11, 13 og 15 auk Vörðuleiti 1.
Stutt í alla almenna þjónustu, þar sem m.a. heilsugæsla, apótek og hársnyrtistofa eru á næsta horni. Veitingastaðurinn Yndisauki er þarna í hverfinu auk þess sem stutt er í Kringluna, Borgarleikhúsið og Austurver. Þá stoppa margar leiðir strætivagna þarna rétt hjá. 
Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252, eða með tölvupósti til [email protected]

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.