Búð , 356 Snæfellsbær
64.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
5 herb.
124 m2
64.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1946
Brunabótamat
45.650.000
Fasteignamat
16.800.000

Gimli fasteignasala kynnir: Einstaklega vel staðsett íbúðarhús á Arnarstapa, Snæfellsnesi með mikla nýtingarmöguleika. Húsið, sem ber nafnið Búð, var byggt árið 1946 sem kaupfélag sveitarinnar. Eignin hefur fengið gott viðhald. Búð er lögbýli sem veitir þar með réttindi til lögheimilisskráningar. 

Húsið er á tveimur hæðum og í því eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og snyrting með góðri þvottaaðstöðu og útgengi á verönd. Eldhúsið er með beinu aðgengi um tvöfalda hurð á stóran sólpall með heitum potti, grillaðstöðu og yfirbyggðu svæði fyrir garðhúsgögn. Tvær samliggjandi rúmgóðar stofur eru í húsinu sem nýttar eru sem setustofa og borðstofa. Tvær góðar geymslur eru innanhúss, önnur er nýtt sem búr. Á lóð er upphitaður skúr/gámur með rafmagni. Mögulegt er að kaupa húsið með húsbúnaði og húsgögnum að hluta.

Húsið er byggt úr vikursteypu, þ.e.a.s. vikri úr fjallasvæðinu við Snæfellsjökul sem blandað var saman við sementsblöndu. Sökklar og botnplata eru úr hefðbundinni steypu. Húsið var einangrað og bárujárnsklætt að utan fyrir um það bil 15 árum. Sorptunnur eru við húsið og tæmdar á 10 daga fresti.
Staðsetning hússins er við þjóðveginn og er því greiður aðgangur allt árið um kring með daglegum snjómokstri þegar þörf er á vetrum.

Nánari upplýsingar veitir Daði Runólfsson, löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6981164, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

Nánari lýsing eignar:
Inngangur: Gengið er inn í rúmgott anddyri með fatahengi. 
Stofa I: Rúmgóð setustofa með gluggum og útsýni til sjávar. 
Stofa II: Er nýtt sem borðstofa og setustofa með fallegum glugga.
Herbergi I: Á aðalhæð með stórum glugga. 
Herbergi II: Á rishæð til vinstri er rúmgott svefnherbergi með plássi fyrir tvíbreitt rúm ásamt kojum. Gluggi með útsýni til sjávar.
Herbergi III: Á rishæð til hægri er rúmgott svefnherbergi með björtum glugga.
Eldhús: Nýleg eldhúsinnrétting með uppþvottavél og gaseldavél. Beint aðgengi að sólpalli með grillaðstöðu og frábæru útisvæði.
Snyrting/Þvottahús: Rúmgott og nýlegt með upphengdu salerni og handlaug með innréttingu. Beint aðgengi að verönd. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Baðherbergi: Salerni og sturta, handlaug með innréttingu. 
Geymsla I: Rúmgóð geymsla inn af snyrtingu/þvottahúsi með góðum skápum.
Geymsla II: Við borðstofu/eldhús, er nýtt sem búr með auka ísskáp og hillum.
Verönd/útisvæði: Timburverönd er í kringum húsið með skjólveggjum ásamt nýlegum heitum potti. Mikið pláss fyrir garðhúsgögn, gott grillsvæði og lokuð grillgeymsla. Sérstæður pallur með útiarni er á lóðinni. Niðurgrafið trampólín.
Útigeymsla/gámur: Sérstæð, einangruð og upphituð með rafmagni.

Afstaðnar framkvæmdir og endurnýjun hússins:
Á síðustu fimm árum hefur húsið verið mikið endurnýjað. Ný rúmgóð snyrting var útbúin með góðri þvottaaðstöðu. Loftaklæðning neðri hæðar var endurnýjuð, rafmagn lagfært, skipt um eldhús, sett tvöföld hurð úr eldhúsi á sólpall, teknir niður veggir til að opna stofurými aðalhæðar betur, málað og veggfóðrað. Að utan hefur verið sett timburverönd allan hringinn með skjólveggjum ásamt heitum potti með nuddi og snjallstýringu.

Húsið var einangrað og bárujárnsklætt að utan fyrir um það bil 15 árum ásamt að gluggar og gler var endurnýjað, þak var lagað og sett ný einangrun í það, veggir voru klæddir að innan og einangraðir, skipt var um allar neysluvatnslagnir ásamt klóaki. Rishæð klædd með nýjum panel. Í eldhúsgólfi, baðgólfi og forstofugólfi er rafmagnshiti en annars staðar eru nýlegir rafmagnsofnar. Þak málað sumarið 2022. Húsið er á köldu svæði svo vatnið er hitað upp með rafmagni. Hitatúpan er tveggja ára, 200 lítra en sökum þess að húsið er skráð lögbýli fæst rafmagn talsvert niðurgreitt með lögheimilisskráningu.

Hér er frábært tækifæri til þess að eignast vel við haldna eign á góðum stað á Arnarstapa með einstaka náttúrufegurð allt um kring. 
 
Nánari upplýsingar veitir Daði Runólfsson, löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6981164, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.