• Sumarhúsalóð grímsnesi lyngbrekka 14

  801 Selfoss

  Tegund: LóðStærð: 5693 Herbergi: 0

  FASTEIGNASALAN GIMLI s. 570-4800  kynnir 5.693 fm sumarhúsalóð / eignarlóð á fallegu svæði örstutt frá Soginu í Grímsnes- og Grafningshreppi. 2.0 millj áhvílandi og möguleiki að taka bifreið uppí.   Hér er um að ræða eignarlóð í Lyngbrekku, í landi Syðri-Brúar. Staðsetning er í hlíðum Búrfells með einstöku útsýni. Heitt/kalt vatn og rafmagn er komið að lóðarmörkum. Allir vegir í hverfinu eru frágengnir.

  Góðir afþreyingarmöguleikar eru á svæðinu sem frístundabyggðin hefur gott aðgengi að og má þar nefna sundlaug, golfvöll, veiði og góðar gönguleiðir. Einnig er stutt í þjónustu á Borg í Grímsnesi, Þrastarlundi, Laugarvatni og Selfossi.

  Áhvílandi 2.0 millj sem mögulegt er að yfirtaka.
  Einnig er seljandi til í skipti á bifreið.

  Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun á skrifstofu Gimli í s. 570-4800

  eða hjá sölumönnum: Sigþór s: 899-9787,  Ellert s: 661-1121, 

  Verð: 3.500.000 kr

 • Grettisgata 50 og

  101 Reykjavík (Miðbær)

  Tegund: EinbýliStærð: 306 Herbergi: 0

  FASTEIGNASALAN GIMLI sími 570-4800  kynnir: Tvær húseignir í miðborginni, samtals 306 fm húsnæði. Eignir sem bjóða upp á mikla rekstrarmöguleika.
   
  Um er að ræða stórglæsilegt 158 fm einbýli á þremur hæðum og 148 fm bakhús. Portið á milli húsanna er hellulagt með fjölda bílastæða og frágangur allur til fyrirmyndar.
   
  Nánari lýsing:
  Grettisgata 50.-158,0 fm:
  Á jarðhæðinni er glæsilega innréttuð 3ja herbergja íbúð með sérinngangi sem hefur verið í útleigu til ferðamanna. Þvottahús er einnig á jarðhæðinni.
  Miðhæð: Sérinngangur, tvær góðar stofur. Eldhús með hvítri innréttingu með góðu skápaplássi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, hornbaðkar og innrétting.
  Rishæð: Tvö mjög góð herbergi en mögulegt er að fjölga herbergjum á hæðinni. Snyrting með opnanlegum glugga. Stórar suðursvalir.  
   
  Grettisgata 50B -148, fm:
  Snyrtilegt bakhús sem er að mestu einn salur með innkeyrsludyrum. Í suðurenda hússins er annað rými með mikilli lofthæð og mögulegt að setja þar milliloft sem er hluti skráðrar stærðar..
  Þetta hús býður upp á mikla möguleika varðandi breytingar t.d. í nokkrar smáíbúðir.
   
  Portið á milli húsanna er lagt fallegum steini og eru lagnir fyrir hita þar undir. Afgirtur garður og verönd og er allt hið snyrtilegasta.     
   
  Búið er að endurnýja húsin mikið og hafa rafmagns-, vatns- og frárennslislagnir verið endurnýjaðar. Allt gler endurnýjað ásamt flestum innréttingum.
   
  Þetta eru sérlega vel viðhaldnar og glæsilegar eignir sem bjóða upp á mikla möguleika varðandi útleigu eða annan rekstur í miðbæ Reykjavíkur.
   
  Bókun á skoðun á skrifstofu sími 570 4800 eða Sigþór Bragason lögg.fasteignasali S: 899 9787 sb@gimli.is Ellert lögg.fasteignasali S: 661-1121. Árni Stefánsson lögg.fasteignasali S:696-0901.
   

  Verð: 125.000.000 kr

 • Ásbrekka  5

  225 Álftanes

  Tegund: FjölbýliStærð: 95 Herbergi: 3

  Fasteignasalan Gimli sími 570-4800  kynnir : Mjög rúmgóð og falleg 96 fm 3ja herbergja búð með sér inngangi á 2.hæð í litlu fjölbýlishúsi. Frábær staðsetning á Álftanesi.
  .
  Nánari lýsing: Sérinngngur í flísalagða forstofu. Stór og björt stofa með útgengi út á svalir, útsýni til Esjunnar og Reykjavíkur. Eldhús er í samliggjandi rými við stofuna og er með með ljósri viðarinnréttingu og eldavél með helluborði og tengi er fyrir uppþvottavél. Tvö mjög rúmgóð svefnherbergi og eru bæði með skápum. Rúmgott flísalagt baðherbergi með hvítri innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu. Þvottahús er inn af baðherbergi. Sérgeymsla er á jarðhæð sem og hjólageymsla. Mjög snyrtilegur gróinn garður er kringum húsið.
  .
  Róleg og góð staðsetnin með óheftu útsýni, stutt göngufæri í skóla og sundlaug.
  .
  Þetta er sérlega björt og snyrtileg eign vel staðsett á Álftanesinu.
  Möguleiki er á stuttum afhendingartíma.
  .
  Allar upplýsingar og bókun á skoðun á skrifstofu sími 570 4800 eða Sigþór Bragason lögg.fasteignasali S: 899 9787 sb@gimli.is    Ellert lögg.fasteignasali S: 661-1121.
   
   

  Verð: 39.900.000 kr

 • Bugðutangi  26

  270 Mosfellsbær

  Tegund: RaðhúsStærð: 84 Herbergi: 3

  Fasteignasalan Gimli sími 570-4800  kynnir: Vel staðsett 84,4 fm raðhús á einni hæð. Afhending við kaupsamning.    
  .
  Nánari lýsing: Rúmgóð flísalögð forstofa. Tvö góð svefnherbergi og er annað þeirra með fataskápum. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, baðkar og innrétting. Stofa með parketlögðu gólfi og hurð út í bakgarð. Eldhús er með eldri innréttingu og borðkrók. Sér þvottahús og rúmgóð geymsla, einnig er risloft.
  Út af stofu eru sólrík hellulögð verönd og gróinn bakgarður. Mikill og fallegur gróður er einnig í framgarði.
  Þetta er sérlega þægileg og vel skipulögð eign á einni hæð miðsvæðis í Mosfellsbæ.
  .
  Eignin er laus við kaupsamning.

  Allar upplýsingar og bókun á skoðun á skrifstofu sími 570 4800 eða Sigþór Bragason lögg.fasteignasali S: 899 9787 sb@gimli.is    Ellert lögg.fasteignasali S: 661-1121
   

  Verð: 43.000.000 kr

 • Bjallavað 13

  110 Reykjavík (Árbær)

  Tegund: FjölbýliStærð: 111 Herbergi: 4

  Fasteignasalan Gimli sími 570-4800  kynnir : Fallegt og björt 111,7 fm 4ra herbergja endaíbúð með sér inngangi af svölum og stæði í bílageymslu.    

  Nánari lýsing : Sér inngangur af svölum Forstofa með flísum á gólfi og fataskáp.Þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi og eru þau öll með skápum. Baðherbrgið er flísalagt í hólf og gólf, baðkar,innrétting,handklæðaofn og gluggi.Stofa og eldhús eru opnu rými og er falleg viðarinnrétting í eldhúsi með góðu skápaplássi, eyja með helluborði ogháfur yfir. Út af stofu eru sólríkar suðursvalir. Íbúðinni fylgir sér geymsla (7,5fm) og stæði í bílageymslu.
  .
  Staðsetning er mjög góð og örstutt göngufæri í góðan skóla.
  .
  Þetta er sérlega falleg og vel skipulögð eign á frábærum stað í Vaðahverfi..
   .
  Allar upplýsingar og bókun á skoðun á skrifstofu sími 570 4800 eða Sigþór Bragason lögg.fasteignasali S: 899 9787 sb@gimli.is    Ellert lögg.fasteignasali S: 661-1121    
   

  Verð: 46.900.000 kr

Traust og nútímaleg viðskipti!

Velkominn á heimasíðu fasteignasölunnar Gimli. Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í þrjátíu ár. Hjá okkur starfa 9 sérhæfðir og reyndir starfsmenn sem eru boðnir og búnir að veita alla þá þjónustu sem þú átt skilið

 

Hvers virði er eignin mín?

Skráðu upplýsingarnar hér fyrir neðan og við höfum samband við þig.