Puerto colon, tenerife , 950 Óþekkt
76.600.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
82 m2
76.600.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

Gimli fasteignasala og Daði Runólfsson löggiltur fasteignasali kynna: 

Falleg íbúð á suðurströnd Tenerife, við Puerto Colon svæðið
. Íbúðin er einstaklega vel staðsett í íbúðarbyggingu með þremur sundlaugum. Í húsinu er móttaka, lyftur og sameiginleg bílastæði.

Íbúðin er í góðu ástandi, með rúmgóðri stofu og opnu eldhúsi, stóru svefnherbergi með innbyggðum fataskápum. Góðar svalir með útsýni yfir sjóinn og sundlaugarnar. Frábærlega staðsett nálægt strönd með göngusvæði. Ótal veitingastaðir og afþreying. Frá höfninni í Puerto Colon eru daglegar skoðunarferðir og siglingar.

Frábærir golfvellir og strendur í stuttri fjarlægð. Miklir möguleikar á leigu til ferðamanna allt árið um kring. Traust fyrirtæki í eignaumsjón eru á svæðinu, hvort sem er vegna útleigu eða almennrar eignaumsjónar. 

Við erum í samstarfi við trausta fasteignasölu á Tenerife sem fylgir kaupendum eftir í gegnum kaupferlið.
Kaupverð er í evrum 430.000. Umreiknað í íslenskar krónur til viðmiðunar miðað við gengi 28/3 2023.


Ofan á kaupverð leggst 6,5% skattur ásamt kostnaði við þinglýsingu.

Nánari upplýsingar veitir Daði Runólfsson, löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6981164, [email protected]

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.