Los cristianos, tenerife , 950 Óþekkt
47.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
65 m2
47.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

Frábærlega staðsett íbúð í Los Cristianos á suðurhluta Tenerife. Íbúðin er í nálægð við alls kyns þjónustu í vinsælu íbúðarhúsi. Ótal veitingahús og fjölbreyttar verslanir í seilingarfjarlægð og skemmtilegan miðbæ Los Cristianos. Góðar strendur eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð. Almenningssamgöngur eru mjög aðgengilegar í næsta nágrenni og er fjarlægð við flugvöllinn aðeins um 15 mínútur. 

Íbúðin samanstendur af einu hjónaherbergi, opnu eldhúsi og rúmgóðri stofu ásamt baðherbergi. Stofan er með aðgangi að sólríkri og rúmgóðri verönd. Þaðan er fallegt útsýni yfir bæinn, sundlaugagarð og Guaza-fjallið. Lokuð bílastæði fyrir eigendur eru á baklóð. Lyftur eru í húsinu og gott aðgengi. Frábær vaktaður sundlaugagarður með tveimur stórum sundlaugum og barnalaug og óvenju rúmgóðri sólbaðsaðstöðu. Öryggisgæsla er í húsinu allan sólarhringinn.

Golfvellir og strendur í stuttri göngufjarlægð. Miklir möguleikar eru á leigu til ferðamanna allt árið um kring. Traust fyrirtæki í eignaumsjón eru á svæðinu, hvort sem er vegna útleigu eða almennrar eignaumsjónar. 

Nánari upplýsingar veitir Daði Runólfsson, löggiltur fasteignasali í síma 698-1164 eða í tölvupósti [email protected]

Kaupverð er í evrum 320.000. Umreiknað í íslenskar krónur til viðmiðunar miðað við gengi 30/6 2023.
Við erum í samstarfi við trausta fasteignasölu á Tenerife sem fylgir kaupendum eftir í gegnum kaupferlið.
Viðbótarupplýsingar:
Húsfélag um það bil €100/mánuði.
Ofan á kaupverð leggst u.þ.b 10% kostnaður, skattur ásamt kostnaði við þinglýsingu og alla umsýslu við kaupin.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.