Söðulsholt , 342 Stykkishólmur
475.000.000 Kr.
Lóð/ Jarðir
0 herb.
65535 m2
475.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
8
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
336.700.000
Fasteignamat
79.470.000

Gimli fasteignasala, Ólafur og Lilja, löggiltir fasteignasalar kynna:

SÖÐULSHOLT - SNÆFELLSNESI 
GLÆSILEG 1.117.7 HEKTARA JÖRÐ MEÐ 2,156 FM AF HÚSUM Í EINSTAKRI NÁTTÚRUPERLU 


M.A FJÖGUR NÝLEG SUMARHÚS MEÐ HÁTT NÝTINGARHLUTFALL SEM GEFA MJÖG GÓÐAR LEIGUTEKJUR
HÚSIN ERU ÖLL FREKAR NÝLEG OG ER JÖRÐIN BYGGÐ UPP SEM HESTABÚGARÐUR EN MJÖG MIKLIR AÐRIR NÝTINGARMÖGULEIKAR ERU FYRIR HENDI VEGNA FJÖLBREYTNI HÚSAKOSTS.


Stór og glæsileg jörð á sunnanverðu Snæfellsnesinu með miklum og fremur nýlegum húsakosti á afar fallegu og vel staðsettu landi, samtals 1.117.7 hektara og þar af um 350 ha. undirlendi. Einstaklega víðsýnt er frá jörðinni til suðurs og vesturs yfir fjallgarðinn í austri að Eldborg og þaðan yfir til sjávar og Löngufjörur. Hitaveita/borhola í eigu sex bæja, þ.e. 1/6 hluti borholu sem gefur ca. 3,6 mín/ltr af heitu vatni sem dugar til kyndingar á öllum húsakosti og meira til. Húsakostur byggður á tímabilinu 2000-2016; fallegt 201 fm einbýlishús á einni hæð með heitum potti, fjögur vönduð 40 fm hús í útleigu með góðum tekjum, tvö glæsileg hesthús með plássi fyrir 49 hross auk þess sem á millilofti í stærra hesthúsinu er stór kaffistofa/eldhús með útsýnisglugga yfir í um 700 reiðhöll sem er með samtengdri 486 fm vélaskemmu. Hagstæður rekstrarkostnaður af öllum húsakosti þ.e. hiti,rafmagn,fasteignagjöld ca 75 þús pr. mán. Landið er afar fallegt og eru m.a. íbúðarhús og sumarhús römmuð inn með fallegum klettabeltum. Staðsetningin er virkilega góð í aðeins um 45 km frá Borgarnesi eða um 1 klst og 40 mín. frá Höfuðborgarsvæðinu og malbikað alla leið. Stórfenglegt útsýni og aðeins um 4 km leið í náttúruundrið Löngufjörur. Útsýnið er stórfenglegt og mikil natni hefur verið lögð í að rækta upp landið og viðhalda því. Um 40 ha ræktuð tún með skjólbeltum og skógrækt þar sem búið er að planta um 200.000 trjám af ýmsum gerðum síðustu 20 árin. Fjallið Hafursfell tilheyrir að hluta jörðinni. Áin Núpá tilheyrir jörðinni að 25% hluta, lítilsháttar veiði er í ánni þ.e. sjóbirtingur og lax/silungur. Ca. 5,0 km reiðvegir liggja innan landareignarinna sem einnig eru akvegir. Fullgildur fjórgangsreiðvöllur er rétt við hesthúsin.

NÁNARI LÝSING:

Íbúðarhús ( Byggt 2000 / 2005 )
Um er að ræða mjög gott og vel við haldið 201 fm, 6 herbergja einbýlishús á einni hæð, með góðum palli og heitum potti með einstöku útsýni til fjalla og sjávar.
Húsið skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu/borðstofu, 5 stór svefnherbergi með skápum, 2 baðherbergi og 2 þvottahús. Húsið var stækkað til suðurs árið 2005. 

Útihús ( Byggð 2006)
Stálgrindarhús. Skiptist í tvö hesthús, annað fyrir 36 hesta og hitt með 13 eins hesta stíum. Reiðhöll er samtengd stærra hesthúsinu og er ca 16x44 metrar. ca 700 fm. með hljóðkerfi, speglum og hitablásurum. Minna hesthús 13 eins hesta stíur. Vélaskemma er 485,7 fm. Góð lofthæð og innk.dyr. Á millilofti í stærra hesthúsinu er síðan stór kaffistofa/eldhús með útsýnisglugga yfir reiðhallargólfið. Hnakkageymsla og rými fyrir hey og fl. Nokkur stór og skipt gerði eru við hesthúsin. 

Útleiguhús /sumarbústaðir. ( Byggðir 2016)
Fjögur vönduð vel útbúin hús með húsgögnum og eru þau um 40 fm með svefnlofti. Anddyri, geymsla, baðherbergi með sturtu, eitt gott herbergi, stofa og elshús. Verönd með hverju húsi með óviðjafnanlegu útsýni. 

Nánari upplýsingar veita Ólafur Björn Blöndal, Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali, s.6900811, [email protected] og Lilja Hrafnberg, Löggiltur fasteignasali/viðskiptafr. s.8206511, [email protected] milli  kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga.

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.