Kjóastaðir 2, 806 Selfoss
377.000.000 Kr.
Lóð/ Jörð
20 herb.
65535 m2
377.000.000
Stofur
4
Svefnherbergi
18
Baðherbergi
7
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
235.590.000
Fasteignamat
103.008.000

Gimli fasteignasala, Ólafur B. Blöndal lögg. fasteignasali og Lilja Hrafnberg lögg. fasteignasali kynna: 

Mjög áhugavert tækifæri í ferðaþjónustu fyrir fjársterka aðila. Um er að ræða jörðina Kjóastaði 2 við Biskupstungnabraut í Haukadal. Þetta er einstök staðsetning á Gullna hringnum, mitt á milli Geysis í Haukadal og Gullfoss, um 5 mín. akstur í hvora átt. Einstakt útsýni með miklu víðsýni frá Bláfelli í austur til Jarlhetta og Langjökuls til norðurs og niður Haukadal til vesturs. Nánast hægt að fullyrða að þetta sé ein fallegasta staðsetning með tilliti til útsýnis á þessu svæði og þótt víðar væri leitað. 
Núverandi eigendur hafa m.a. byggt upp öfluga ferðaþjónustu í flottum "rustic" stíl með gistingu fyrir allt að 40 manns í stóru gistihúsi með 8 herbergjum (22 rúm) og þremur litlum gistihúsum sem samtals geta gist 18 manns. Hestaleigan Geysir hestar er einnig starfrækt að Kjóastöðum og er um að ræða rótgróið og vel þekkt vörumerki. Fallegar og fjölbreyttar reiðleiðir á svæðinu. Reksturinn og allur búnaður tengdur honum selst með jörðinni. Stórt hesthús með skemmtilegu samkomurými sem áður var hlaða, inn af því rými er borðsalur með vel tækjum búnu veislueldhúsi með gluggum yfir í hesthúsið. Jörðin er í heildina 176,8 ha að stærð, skv. Þjóðskrá og þar af eru um 80 ha af ræktuðu landi, með einum af lengstu túnum Suðurlands og eru girðingar almennt í góðu ástandi. 
Með tilliti til aukinnar ferðaþjónustu, t.d. hótelreksturs er um einstakt tækifæri að ræða þar sem staðsetningin á jörðinni er mitt á milli helstu og fjölsóttustu náttúrperla landsins, þ.e. Gullfoss og Geysis. 

Nánari upplýsingar veita Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali, í síma 6900 811 eða tölvupósti [email protected] eða Lilja Hrafnberg, viðskiptafr./lögg. fasteignasali, í síma 820 6511 eða tölvupósti [email protected], milli  kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga.

NÁNARI LÝSING: 

Einbýlishús: 
Gott 115,9 fm timburhús á einni hæð. 
Forstofa: Rúmgóð með flísum á gólfi, innangent í þvottahús. 
Stofa: Björt og rúmgóð stofa með miklu útsýni. Parket á gólfi og falleg kamína sem setur mikinn svip á rýmið. Útengi á stóran sólpall í suður. 
Eldhús: Ljós U-laga eldhúsinnrétting með grárri borðplötu. Mjög bjart með miklum gluggum. Parket á gólfi.
Borðstofa: Mjög björt með parketi á gólfi. Útegngi út á sólpall í austur. 
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðum skápum, parket á gólfi. 
Svefnherbergi #2: Parket gólfi. 
Svefnherbergi #3: Parket á gólfi.
Baðherbergi: Plássgóð innrétting, sturtuklefi, flísar á gólfi. 
Þvottahús: Rúmgott, inn af forstofu.

Gisting: 
Stórt 192,2 fm. gistihús með 8 herbergjum með gistirými fyrir 22 manns.
Mjög vel búið, bjart og vel skipulagt. 

Hol/gangur:
Skemmtileg stemning þegar gengið er um húsið sem er innréttað í fallegurm "rustic" stíl. Harðparket á gólfi og endurunnið bárujárn í lofti. 
Herbergi: 3 fjögurra manna herbergi og 5 tveggja manna herbergi. Fallega innréttuðuð og vel búin með harðparketi á gólfi. 
Snyrtingar: í húsinu er góð snyrtiaðstaða með 4 sturtum og 4 salernum. 
Borðstofa/setustofa: Í suður-enda hússins, rúmgott og bjart alrými, skemmtilega innréttað með kaffiaðstöðu. Útgengi á grasflöt. Frábært útsýni yfir Geysis-svæðið

3 mjög vel búin ca.28,7 fm hús með góðu svefnlofti og viðargólfi.
Forstofa: í bíslagi.
Stofa: Rúmgóð með góðri lofthæð, borðstofa/setustofa. Gert ráð fyrir svefnplássi fyrir tvo. 
Eldhús: Góð eldurnaraðstaða
Baðherbergi: Inn af eldhúsi með sturtu og glugga
Svefnherbergi: Inn af stofu með hjónarúmi. 
Svefnloft: skemmtilegt rými þar sem 2-4 geta gist, 2 rúm og tvær dýnur. 

Starfsmannahús:
Um er að ræða 23,1 fm hús sem í dag er nýtt fyrir starfsfólk, fjögur herbergi. 


Hesthús: 
Stórt og bjart hesthús með 21 stíu, 1-2 hesta ásamt stórri hnakkageymslu og almennt mjög góðri aðstöðu fyrir hesta og menn. Reiðtygi, gallar og hjálmar fyrir 30-40 manns. Við hesthúsið eru 3 gerði auk þess sem er stórt reiðgerði. 


Samkomusalur: 
Aðkoma að hesthúsi, áður nýtt sem hlaða, sambyggður við hesthús. Afar fallegt samkomurými sem hefur verið innréttað á mjög skemmtilegan hátt.


Borðsalur/veislueldhús: 
Þar við hliðina er borðsalur með vel útbúnu veislueldhúsi og eru gluggar á milli borðsals og hesthúss þar sem hægt er að fylgjast með hestunum. Veitingaleyfi fyrir 44 manns. Tvær snyrtingar í anddyri. 


Leigutekjur eru af útleigu af smá landskika norðan við gistihúsin þar sem eru nokkur hringlaga gistitjöld á steyptum grunni

Nánari upplýsingar veita Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali, í síma 6900 811 eða tölvupósti [email protected] eða Lilja Hrafnberg, viðskiptafr./lögg. fasteignasali, í síma 820 6511 eða tölvupósti [email protected], milli  kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga.

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.