Vatnsendahlíð 200, 311 Borgarnes
Tilboð
Lóð/ Sumarhúsalóð
0 herb.
109 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

Gimli fasteignasala og Ólafur Björn Blöndal löggiltur fasteignasali kynna: 

SKORRADALUR - GLÆSILEG ÚTSÝNISLÓÐ - VATNSENDAHLÍÐ

Frístundalóð ásamt samþykktum teikningum að glæsilegu lúxushúsi.
Búið er að framkvæma töluvert á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi lýsingu. 


Sumarhúsalóð Vatnsendahlíð 200,  Skorradal ,311 Borgarbyggð.

Um er að ræða 7,427 fm frístundalóð í landi Vatnsendahlíðar með einstöku útsýni yfir Skorradalsvatn og fjallahringinn til suðurs og vesturs. 

Lóðin er endalóð, mjög gróin með fallegu birkikjarri og er aðkoma mjög góð, Hvammsskógur er hægra megin við lóðina og þar verður ekki byggt. 
Sjá loftmynd. Kominn er burðarhæfur vegur að lóðinni sem þolir allt að 100t. krana/þungavinnutæki. Allar lagnir eru komnar inn í lóðina, þ.e f. kalt vatn og rafmagn en ótengt.
Samþykktar bygginganefndarteikingar fylgja lóðinni að 85 fm glæsilegu lúxushúsi teiknað hjá Arkþing Nordic  og er gert er ráð fyrir að standi á steyptum sökkli og plötu. (Sjá meðfylgjandi teikningar og tölvumyndir.)
Allar teikningar fylgja með í kaupunum,, þ.e. arkitekta og verkfræðiteikingar f. utan rafmagnsteikningar en þær geta fylgt samkvæmt samkomulagi. 
Búið er að byggja undir verönd, þ.e. reka niður staura, undirstöður og setja dregara undir klæðningu. 

Stöðuleyfi er fyrir aðstöðuhús sem komið er á staðinn, 24 fm og stendur það á tilbúnum undirststöðum/dregurum sem ætlaðir eru undir stóra verönd. Húsið er með eldhúskrók, salerni og alrými, auðvelt að nýta sem svefnaðstöðu

Lóðin er leigulóð með 20 ára leigusamning frá árinu 2005, leigufjárhæð er kr. 207.000. pr. ár. 
Veiðiréttindi í Skorradalsvatni fylgja lóðinni. Góð aðstaða fyrir bát við vatnið.
Leyfi er fyrir sér bataskýli skv. skilyrðum í deiliskipulagi.
 
Vegur hefur verið lagður að grunni ásamt bílastæði.
 
Á staðnum er efni sem fylgir (búið að standa í einhvern tima): Undirstöðum, 1,6", 180 metrar af grindarefni. 6-8 stk af dregurum ásamt öðru efni.
 
Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Björn Blöndal Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali, í síma 6900811, tölvupóstur [email protected] eða [email protected]

Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: [email protected]
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.