Bjarkarhraun 2, 311 Borgarnes
21.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
2 herb.
56 m2
21.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2003
Brunabótamat
27.700.000
Fasteignamat
14.250.000

Gimli fasteignasala kynnir: Tveggja herbergja 56,1 fm íbúð á neðri hæð í fjölbýlishúsi á Bifröst. Tækifæri til að búa við eða eiga gott afdrep í nálægð við fallega náttúru sem umlykur svæðið í kringum Bifröst. Í húsinu sem er forsteypt einingahús eru 12 íbúðir 56-70 fm að stærð. Komið er inn í anddyri þaðan sem gengið er inn í íbúðina, skápur inn af anddyri, stofa og eldhús í sameiginlegu rými, inná gangi er gengið meðfram eldhúsinnréttingu inn í góða geymslu, svefnherbegi með skápum og baðherbergi með sturtu. Einfalt og þægilegt skipulag. 

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 659-4044 og/eða Lilja Hrafnberg, viðskiptafræðingur/löggiltur fasteignasali, í síma 820-6511 milli kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected] og/eða [email protected].

NÁNARI LÝSING:
Tveggjaherbergja 56,1 fm íbúð á neðri hæð í fjölbýlishúsi á Bifröst. Í húsinu sem er forsteypt einingahús eru 12 íbúðir 56-70 fm að stærð.
Komið er inn í anddyri þaðan sem gengið er inn í íbúðina.
Skápur er innan við anddyri sem nýtist m.a. fyrir útifatnað.
Stofa og eldhús eru í sameiginlegu rými og rýmið er bjart.
Eldhús gengur inn ganginn þar sem aðgengi er í önnur rými. Er gengið inn í góða geymslu, gott svefnherbergi og baðherbergi.
Á baðherbergi er sturta og aðstaða fyrir þvottavél.
Gott svefnherbergi með skápum.
Einfalt og þægilegt skipulag, á öllu gólfi er dúkur.
Á lóð hefur hraunið fengið að halda sér og því lítið sem ekkert lóðarviðhald.

Háskólinn á Bifröst er starfræktur á svæðinu (fjarkennsla). Börn ganga í Grunnskóla Borgarfjarðar að Varmalandi þar sem er einnig mjög góð sundlaug og Borgarnes er í 30 km. fjarlægð.

Seljandi mælir sérstaklega með því að eignin sé skoðuð með fagmönnum.

Niðurlag:
Um er að ræða hentuga íbúð í stórbrotnu umhverfi við Bifröst. Íbúðin getur hentað hvort sem um heilsársbúsetu eða hluta úr ári er að ræða. 

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 659-4044 og/eða Lilja Hrafnberg, viðskiptafræðingur/löggiltur fasteignasali, í síma 820-6511 milli kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected] og/eða [email protected].

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.