Hraunbraut 35, 805 Selfoss
59.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
159 m2
59.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2022
Brunabótamat
0
Fasteignamat
36.050.000

Hraunbraut 35 er komin aftur í sölu.

Hraunbraut - hérna er frábært tækifæri fyrir laghentan einstakling eða iðnaðarmann.
Gimli fasteignasala kynnir í einkasölu 106,3 fm einbýlishús ásamt 53 fm bílskúr við Hraunbraut 35 við Minni Borg í í Grímsnes og Grafningshreppi.
Samtals 159.3 fm samtals.
Húsinu fylgir nær allt efni og innréttingar og tæki sem þurfa til þess að fullklára húsið að innan og einnig bílskúrinn
Húsið skiptist svona skv. núverandi teikningu. 
Forstofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og rúmgóða stofu sem er mjög rúmgott og bjart alrými með fallegu útsýni og stórum gluggum. Útgengi á 2 stöðum úr alrýminu út á lóðina. Þvottahús og geymsla.
Bílskúrinn er með hárri bílskúrshurð og mikilli lofthæð, þar er möguleiki að gera gott milliloft.

Húsið er á byggingarstigi 4 í dag og nær fullfrágengið að utan. Búið er að einangra húsið að innan, veggi og loft, en ekki bílskúr, en einangrun í hann fylgir í sölunni.
Húsið er byggt á steypri plötu og klætt að utan með stálklæðningu og á þaki er Aluzink. (0,5 mm lágtrapisa) Gluggar og útihurðir er ál og plast og heita Alu-plast. Bílskúrshurð er frágengin með og henni fylgja 2 fjarstýringar.
Gólfhiti er í húsinu (lagnir komnar í gólf). Wi FI stýringar fylgja óuppsettar. Komin er vinnu rafmagnstafla inní hús með 3 fasa rafmagni.
Húsinu fylgir nær allt efni til þess að fullklára húsið að innan nema ekki rafmagnsefni og flísar á bað og þvottahús og ekki skápar í herbergi eða forstofu. Einnig allt efni til þess að fullklára bílskúr að innan.
Allt klæðningaefni og milliveggjaefni til þess að setja upp innveggi og klæða þá og loftin, þ.e. veggklæðningar sem eru plötur frá Forestía og loftaklæðningar sem eru hvítar. 
Eldhúsinnrétting, öll rafmagnstæki í eldhúsið. Helluborð, bakaraofn, örbylgjuofn, uppþvottavél og ísskápur sem er allt í stíl. (Wirpool)
Allt til þess að klára baðherbergið, sturta, sturtubotn, sturtutæki, vaskur og blöndunartæki. (ekki baðinnrétting)
Parket á gólfin og allt undirlag, 8 mm eikarparket með hörku 4.

Öll inntaksgjöld eru greidd, heitt vatn og rafmagn og ljósleiðari er komin að lóðarmörkum. Allt efni í kringum húsið er frostfrítt.
Á Minni Borg er glæsileg sundlaug, grunnskóli, verslun og fleira.
Verið er að byggja þar upp skemmtilegan byggðarkjarna. Frábær staðsetning. Aðeins 15 mínútur inná Selfoss.

Borg er ört stækkandi þéttbýliskjarni, þar sem finna má verslun, öflugan leik- og grunnskóla, íþróttahús sundlaug og stjórnsýsluhús.
Stutt er í alla helstu ferðamannastaði suðurlands og þá eru fjöldi golfvalla í nágrenninu.
Nýlegt skipulag á svæðinu gerir ráð fyrir enn frekari uppbyggingu, þar sem gert er ráð fyrir m.a. Hoteli og þjónustumiðstöð.

Niðurlag: Hér er einstakt tækifæri fyrir iðnaðarmann eða laghentan einstakling á að eignast fallegt einbýlishús með stórum bílskúr á hagstæðu verði og klára sjálfur.
Nær allt fylgir til þess að fullklára húsið að innan.



Nánari upplýsingar veitir Bárður H Tryggvason sölustjóri, í síma  8965221, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.