Austurhólar 10, 800 Selfoss
54.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
83 m2
54.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2021
Brunabótamat
43.700.000
Fasteignamat
48.750.000

LAUS VIÐ KAUPSAMNING

Gimli fasteignasala kynnir: Falleg, nýleg endaíbúð á 2. hæð í lyftuhúsi byggðu 2021. Íbúðin er skráð fjögurra herbergja en er í dag nýtt sem þriggja herbergja, þar sem stofan var stækkuð á kostnað þriðja svefnherbergisins. Auðvelt að breyta því til baka og hafa þrjú svefnherbergi. Íbúðin er 83,2 fm og er geymsla/þvottahús, innan íbúðar. Húsgjöld á mánuði eru einungis kr 16.739

Nánari upplýsingar veitir Daði Runólfsson, löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 698-1164, eða með tölvupósti til [email protected]

.
Nánari lýsing:
Forstofa, með flísum á gólfi og góðum innbyggðum fataskápum.  Eldhús, er með L-laga fallegri eldhúsinnréttingu, Innbyggð ledlýsing undir efri skápum. Bakaraofn í vinnsluhæð, tengi fyrir uppþvottavél, háfur og helluborð.  Stofan, er rúmgóð með parketlögðu gólfi og útgengi út á stórar svalir. Myndar eina heild með eldhúsi.  Tvö góð svefnherbergi, eru í íbúðinni og eru bæði með fataskápum. Hægt að bæta því þriðja við með því að minnka stofuna aftur.  Baðherbergið, er mjög rúmgott, innrétting, "walk in " sturta, og handklæðaofn.  Geymsla/þvottahús, er innan íbúðar, flísar á gólfi.
Hússjóður er einungis kr 16.739 og samtals inneign í hús- og framkvæmdasjóð er um 3,7 milljónir. Þetta stafar m.a. af því að hússjóður fær leigutekjur af endurvarps-loftneti, sem staðsett er á þaki hússins.
Búið er að setja upp bílarafhleðslustöðvar á lóð.
Íbúðin er laus við kaupsamning.

Um húsið: 
Í húsinu eru 35 íbúðir ásamt sameign á jarðhæð en geymslur eru allar inni í íbúðum. Húsið er byggt 2021, staðsteypt og klætt að utan með sléttu- og báruðu áli í bland við viðarklæðningu úr bandsagaðri furu. Gluggar eru ál/tré. Lóðin er snyrtileg, hiti er í steyptum stéttum og sérstætt sorpskýli er á lóðinni. Gott stigahús með lyftu og sérinngangur í íbúð af svölum. Sameiginleg hjóla og vagnageymsla á jarðhæð.
Austurhólar 10 eru í austurhluta bæjarins, nánar tiltekið í Dísarstaðalandi. Þaðan er stutt í alla helstu þjónustu og nýbyggður leikskóli er á næstu lóð við húsið. 

Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: [email protected] Heimasíða Gimli fasteignasölu  Gimli á Facebook.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.